Tilkynningar

Fréttir og tilkynningar í tengslum við bókasöfnin í landinu

Bókasafnsdagurinn 8.september 2016

Þann 8. September 2016 verður Bókasafnsdagurinn haldinn hátíðlegur í sjötta sinn á bókasöfnum um land allt. Markmið dagsins er að vekja athygli á því góða starfi sem unnið er á öllum tegundum safna og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið  

Markmið dagsins er tvíþætt:

  1. Að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu
  2. Vera dagur starfsmanna safnanna.

Bókasöfn um allt land verða með ýmiskonar viðburði á bókasafnsdaginn. Kíktu við á næsta safn og gerðu þér dagamun.