Almenningsbókasöfn

Þú ert hér: Heim  > Almenningsbókasöfn

Showing 15 from 49 Items
 • Mynd
  0

  Skólabókasafn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

  Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er elsti samfellt starfandi grunnskóli á Íslandi. Hann hefur starfað óslitið frá 25. október, árið 1852. Skólinn er með starfstöðvar í báðum þorpunum og er skólabókasafn rekið á báðum stöðum. Skólabókasafnið sem er staðsett á Eyrarbakka og þjónar nemendum frá 7. bekk og upp í 10. bekk. Skólabókasafnið sem er […]

 • Mynd
  0

  Lestrarfélagið Baldur

  Bókasafnið er til húsa í Stóru-Vogaskóla og hýsir skólabókasafnið og almenningsbókasafnið sem gengur undir nafninu Lestrarfélagið Baldur. Einnig er samstarf milli bókasafnsins og annarra almenningsbókasafna á Suðurnesjum. Þannig geta skírteinishafar fengið lánaðar bækur á bókasöfnum nágrannasveitarfélaganna á Suðurnesjum og skilað á bóksafnið í Vogum. Safnkostur: íslenskar skáldsögur, þýddar skáldsögur, ævisögur, fræðirit ýmis konar, barnabækur, unglingabækur, […]

 • Mynd
  0

  Hornafjarðarsöfn/bókasafn

  Bókasafnið er til húsa í Nýheimum Hægt er að panta bækur símleiðis í síma 470-8050 eða í tölvupósti menningarmidstod@hornafjordur.is. Lesstofa bókasafnsins Lesstofan er opin á sama tíma og bókasafnið. Aðstaðan er opin þeim sem vilja njóta næðis við lestur og skriftir. Í lesstofunni gefst gestum safnsins tækifæri til að nota handbækur og annað efni sem […]

 • Mynd
  0

  Héraðsskjalasafn Austfirðinga

  Héraðsskjalasafnið á gott bókasafn sem að stofni til er gjöf frá hjónunum Halldóri Ásgrímssyni og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur.  Til viðhalds bókasafnsins er ráðstafað ákveðinni upphæð af fjárhagsáætlun héraðsskjalasafnsins ár hvert. Þar af leiðir að í safninu er að finna nýtt efni í bland við gamalt, þar eru m.a. mörg sjaldgæf eldri rit. Við innkaup á bókum […]

 • Mynd
  0

  Héraðsbókasafn Rangæinga

  Héraðsbókasafn Rangæinga er samsteypusafn almennings og skóla. Forstöðumaður er Elísa Elíasdóttir elisa@bokrang.is Skólabókavörður er Margrét Guðjónsdóttir margret@bokrang.is

 • Mynd
  0

  Borgarbókasafn – Spönginni

  Bókasafnið í Spönginni er nýjasta safn Borgarbókasafnsins, en það var opnað 6. desember 2014. Það er um 1.300 fermetrar á tveimur hæðum og er bæði lyfta og stigi milli hæða. Á neðri hæð er afgreiðsla, upplýsingaþjónusta, barnadeild, unglingadeild, tímarit, myndbönd og tónlist. Á efri hæð eru skáldsögur og fræðibækur. Þar er einnig góð aðstaða til að lesa, læra og fræðast.

 • Mynd
  0

  Borgarbókasafn - Sólheimasafn

  Sólheimasafn er fyrsta húsnæði Borgarbókasafns Reykjavíkur sem strax í upphafi var hannað og byggt með þarfir bókasafns í huga. Safnið opnaði fyrst 1948 að Hlíðarenda við Langholtsveg. Það fluttist fljótlega í Efstasund og þaðan í Sólheimana, þar sem það hóf starfsemi í janúar 1963. Þótt Sólheimasafn sé ekki stórt um sig, rétt rúmir 200 fermetrar, […]

 • Mynd
  0

  Borgarbókasafn - Kringlusafn

  Kringlusafn var opnað í viðbyggingu sem tengir saman Kringluna og Borgarleikhúsið þann 27. október 2001. Húsnæði safnsins er 740 fermetrar á einni hæð. Bókabíllinn Höfðingi hefur bækistöð í Kringlusafni. Safnkosturinn er fjölbreyttur, um 65.000 eintök. Auk bóka og tímarita fyrir alla aldurshópa eru til útláns í safninu hljóðbækur, tungumálanámskeið, margmiðlunarefni, teiknimyndasögur, tónlistardiskar, myndbönd og Dvd […]

 • Mynd
  0

  Borgarbókasafn - Gerðubergssafn

  Gerðubergssafn er í sama húsi og Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Safnið opnaði vorið 1986. Húsakynnin eru björt og rúmgóð og hefur verið breytt í samræmi við breytingar á starfssemi. Í safninu er góð lestraraðstaða og þægileg aðstaða til að tylla sér niður og lesa nýjustu tímaritin eða dagblöð. Barnadeild safnsins er rúmgóð og hlýleg. Hægt er að […]

 • Mynd
  0

  Bóksafn Fjallabyggðar, Ólafsfirði

  Bókasafn Fjallabyggðar, Ólafsfirði hefur uppá að bjóða fjölbreytt úrval rita, aðaláhersla er á afþreyingarrit. Heitt á könnunni, verið velkomin. Finndu okkur á facebook: www.facebook.com/BokasafnFjallabyggdar