Háskólabókasöfn

Þú ert hér: Heim  > Háskólabókasöfn

Showing 8 from 8 Items
 • Mynd
  0

  Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

  Landsbókasafn Íslands og bókasafn Háskóla Íslands eru í Þjóðarbókhlöðunni en söfnin voru sameinuð í þessari byggingu árið 1994. Landsbókasafn safnar öllum íslenskum gögnum samkvæmt lögum um skylduskil til safna, varðveitir þau, skráir og flokkar. Það veitir einnig þjónustu við kennslu og rannsóknarstarfsemi Háskóla Íslands og heldur uppi bókasafns- og upplýsingaþjónustu í þágu atvinnuvega, stjórnsýslu og […]

 • Mynd
  0

  Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ

  Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ þjónar fyrst og fremst starfsfólki Landspítala og kennurum og nemendum á Heilbrigðisvísindasviði HÍ. Safnið er þó öllum opið á afgreiðslutíma.

 • Mynd
  0

  Bókasafn og upplýsingaþjónusta Listaháskóla Íslands

  Bókasafn og upplýsingaþjónusta Listaháskóla Íslands er sérfræðisafn á sviði þeirra listgreina sem kenndar eru við skólann og er safnið stærsta listbókasafn landsins.  Meginhlutverk safnsins er að veita nemendum og starfsfólki, auk annarra sem til skólans leita,  aðgang að fjölbreyttu efni um listir og menningu, s.s. fræðibókum, tímaritum, myndefni, leikhandritum, hljómplötum, diskum og nótnabókum en ekki […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

  Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er einkum ætlað nemendum og starfsmönnum skólans en er jafnframt opið öðrum sem sérfræðisafn á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar. Safnið er á jarðhæð í Hamri við Stakkahlíð en einnig er safndeild við Íþróttafræðasetrið að Laugarvatni.

 • Mynd
  0

  Bókasafn Keilis

  Bókasafn Keilis er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Safnið er staðsett miðsvæðis í skólahúsnæði Keilis á Ásbrú. Á safninu eru vinnuborð og aðstaða fyrir u.þ.b. 30 manns, hluti af safninu er lessalur sem nefnist Grafarþögn. Safnkosturinn er skráður í bókasafnskerfið Gegnir, samskrá íslenskra bókasafna. Á milli Bókasafns Reykjanesbæjar og Keilis er þjónustusamningur þar sem nemendur […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Háskólans á Bifröst

  Bókasafn Háskólans á Bifröst styður við nám, kennslu og rannsóknir með því að bjóða aðgang að úrvali gagnasafna og rafrænna tímarita í Landsaðgangi og séráskriftum. Bókasafnið byggir upp ritakost með tilliti til fræðasviða skólans í samstarfi við kennara skólans. Á bókasafninu býðst nemendum og starfsfólki öll almenn þjónusta háskólabókasafns, upplýsingaþjónusta og millisafnalán svo þeir hafi greiðan aðgang að efni og […]