Sérfræðisöfn

Þú ert hér: Heim  > Sérfræðisöfn

Showing 8 from 8 Items
 • Mynd
  0

  Veðurstofa Íslands, bókasafn

  Veðurstofa Íslands er til húsa á Bústaðavegi 7-9. Bókasafnið er á 1. hæð og í Undirheimum á Bústaðavegi 7

 • Mynd
  0

  Náttúrufræðistofnun Íslands, bókasafn

  Bókasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands er sérfræðisafn á sviði náttúruvísinda, með höfuðáherslu á náttúru Íslands. Tilgangur bókasafnsins er annars vegar að þjóna starfsfólki stofnunarinnar og hins vegar að koma upp aðgengilegu safni heimilda um náttúru Íslands. Það er einnig opið almenningi, sem getur notað bækur og tímarit á staðnum, en útlán eru ekki leyfð nema í undantekningartilfellum. […]

 • Mynd
  0

  Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ

  Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ þjónar fyrst og fremst starfsfólki Landspítala og kennurum og nemendum á Heilbrigðisvísindasviði HÍ. Safnið er þó öllum opið á afgreiðslutíma.

 • Mynd
  0

  Bókasafn og upplýsingaþjónusta Listaháskóla Íslands

  Bókasafn og upplýsingaþjónusta Listaháskóla Íslands er sérfræðisafn á sviði þeirra listgreina sem kenndar eru við skólann og er safnið stærsta listbókasafn landsins.  Meginhlutverk safnsins er að veita nemendum og starfsfólki, auk annarra sem til skólans leita,  aðgang að fjölbreyttu efni um listir og menningu, s.s. fræðibókum, tímaritum, myndefni, leikhandritum, hljómplötum, diskum og nótnabókum en ekki […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Héraðsdóms Reykjavíkur

  Bókasafn Héraðsdóms Reykjavíkur er sérfræðisafn um lögfræði og dómskerfið og fyrst og fremst til afnota fyrir starfsmenn Héraðsdóms Reykjavíkur. Safnið er ekki opið almenningi en stundum er hægt að fá rit lánuð í millisafnaláni. Umsjónaraðili safnsins er Þórarinn Björnsson dómvörður og bókasafns- og upplýsingafræðingur.

 • Mynd
  0

  Bókasafn Dagsbrúnar

  Bókasafn Dagsbrúnar er sérfræðisafn á sviði atvinnulífsrannsókna og verkalýðsmála, og handbókasafn fyrir ReykjavíkurAkademíuna.  Á safninu er góð vinnuaðstaða fyrir þá sem rannsaka þróun verkalýðshreyfingar, velferðarkerfis og íslensks atvinnulífs.  Bókasafn Dagsbrúnar er í eigu Eflingar – stéttarfélags, en hefur starfað í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar síðan 2003. Á safninu eru nú á níunda þúsund titlar skráðir í bókasafnskerfið Gegni (www.gegnir.is). […]