Sérstök bókasöfn

Þú ert hér: Heim  > Sérstök bókasöfn

Showing 8 from 8 Items
 • Mynd
  0

  Sögubíllinn Æringi

  Sögubíllinn Æringi, sem er litli bróðir bókabílsins Höfðingja, heimsækir leikskóla Reykjavíkur og býður börnunum í sögustund. Æringi hefur aðsetur í Ársafni. Ævintýralegar myndir prýða bílinn en efnt var til samkeppni meðal myndlistarmanna um skreytingar og bar Brian Pilkington sigur úr býtum. Sögubíllinn er ekki bara ævintýralegur að utan heldur einnig að innan, dökk flauelstjöld og […]

 • Mynd
  0

  Rafbókasafnið

  Rafbókasafnið er að finna á vefslóðinni http://rafbokasafnid.is eða http://rafbókasafnið.is.

 • Mynd
  0

  Ítalska bókasafnið - Biblioteca italiana d'Islanda

  Ítalska félagið á Íslandi heldur úti bókasafni fyrir félagsmenn sína.  Til að nota safnið þarf viðkomandi að gerast félagi í Ítalska félaginu eða kaupa kort hjá safninu. Safnið var stofnað í mars 2010 og safnkostur fer ört vaxandi, þökk sé gjöfum.  Allir geta fundið bækur við sitt hæfi, jafnt ungir sem aldnir. Mikil áhersla hefur verið lögð […]

 • Mynd
  0

  Hljóðbókasafn Íslands

  Hljóðbókasafn Íslands er ríkisstofnun sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Lögbundið hlutverk safnsins er að opna þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur, aðgang að prentuðu máli, á hljóðbók eða öðru aðgengilegu formi. Lánþegar safnsins eru sjónskertir, lesblindir og aðrir sem glíma við prentleturshömlun af einhverju tagi. Safnið framleiðir námsbækur fyrir framhaldsskólanema á hljóðbók eða […]

 • Mynd
  0

  Gljúfrasteinn - hús skáldsins

  Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið en var opnað almenningi sem safn í september 2004. Á safninu er að finna einkabókasafn og er safnkostur ekki til útláns.

 • Mynd
  0

  Bókasafn Móðurmáls

  Móðurmál, samtök um tvítyngi heldur úti bókasafni fyrir félagsmenn sína.  Til að nota safnið þarf viðkomandi að gerast félagi í Móðurmál eða aðildarfélögum þess. Safnið var stofnað í desember 2016 og safnkostur fer ört vaxandi, þökk sé gjöfum.  Bókasafnið samanstendur af safnkosti (bækur, tímarit, dvd, cd, hljóðbækur o.fl.) ýmsra móðurmálsskóla innan Móðurmáls. Bækur eru aðallega barna- og […]

 • Mynd
  0

  Bókabíllinn Höfðingi

  Borgarbókasafnið rekur bókabílinn Höfðingja, sem hefur viðkomu víðs vegar um borgina. Aðsetur hans er við Kringlusafn. Hægt er að panta bókabílinn í heimsókn, til dæmis í leikskóla eða aðrar stofnanir. Bókabíllinn kemur einnig á hverfishátíðir og aðra viðburði í borginni. Bíllinn er myndskreyttur af Gunnari Karlssyni myndlistarmanni. Áætlun bókabílsins (bókabíllinn gengur ekki í júlí og […]