Bóka og skjalasafn Samtaka Hernaðarandstæðinga

Þú ert hér Heim  > Sérstök bókasöfn >  Bóka og skjalasafn Samtaka Hernaðarandstæðinga
Mynd

Heimildaskrá Samtaka hernaðarandstæðinga í gagnagrunni með leitanlegu efnisyfirliti.

Haustið 2017 eru yfir 40 þúsund  blaðsíður  skráðar,  1115 titlar þar af 24 kvikmyndir og diskar með ljósmyndum og hljómverk. Ritskráin inniheldur efni sem tengist baráttu gegn her á Íslandi og friðarmálefnum frá því að erlendur her kom til landsins. Sérstök áherzla er á útgáfu þeirra samtaka, sem hafa að markmiði að Ísland skuli vera herlaust land og utan hernaðarbandalaga. Finna má erlent efni en það tengist oftast samstarfi SHA við erlendar friðarhreyfingar. Allt sem tengist friðarstarfi fær hér inni.

Bóka og skjalasafn SHA:

Í fyrsta lagi útgefið efni, sem flokkast þannig:

Dagfari tímarit SHA og Samtaka hernámsandstæðinga frá 1961-1966 og frá 1976-.

Önnur útgáfa SHA og SHNA.

Bækur og bæklingar með bókfræðiupplýsingum.

Tímarit og dagblöð, sem eru þá með árgangi og tölublaðsett.

Myndverk: Teikningar, málverk, veggspjöld, jólakort, ljósmyndir.

Dreifirit, getur verið prentað í verksmiðju, fjölritað, ljósritað, prentað heima, jafnvel handskrifað. Þessi rit eru ekki send út heldur liggja frammi eða er dreift í mótmælagöngum og aðgerðum. Oft liggja engar bókfræðiupplýsingar fyrir enda gjarnan einblöðungar.

Hljómplötur Hljómdiskar Hljóðsnældur Myndsnældur Mynddiskar.

Óútgefið efni: Landsráðstefnur, fundargerðir, ræður, ályktanir, auglýsingar.

Ýmislegt, sem ekki er tölvuskráð en  tímaraðað, bréf, starfstengt efni, vinnublöð o.fl.

Safnið á mikið af blöðum og dreifiritum róttækra félaga og einstaklinga frá 1965 til þessa dags.


Heimilisfang

Heimilisfang:
Njálsgötu 87 101 Reykjavík
Sími:
8683354
systaelv@itn.is

Afgreiðslutími

Miðvikudagar:
16:00 til 19:00

opið eftir samkomulagi

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.