Bókasafn Fjölbrautaskólans við Ármúla

Þú ert hér Heim  > Framhaldsskólasöfn >  Bókasafn Fjölbrautaskólans við Ármúla
Mynd

 Hlutverk bókasafna í framhaldsskólum er að vera upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og kennara, sbr. 39. grein a í lögum um framhaldsskóla 2008, nr. 92 12. júní (Opnast í nýjum vafraglugga) .

Allir nemendur eiga rétt á að njóta faglegrar bókasafns- og upplýsingaþjónustu á bókasafni skólans endurgjaldslaust og hafa jafnan aðgang að upplýsingum án tillits til félagslegrar stöðu og uppruna.

Starfsfólk bókasafnsins veitir nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum virka upplýsingaþjónustu og stuðlar þannig að upplýsingalæsi og samþættingu sjálfstæðrar þekkingarleitar og kennslugreina.

Bókasafn Fjölbrautaskólans við Ármúla er einkum ætlað nemendum og starfsliði FÁ.

Nemendum í fjarnámi við FÁ skal bent á að þeim stendur til boða þjónusta bókasafnsins á sömu forsendum og nemendum dagskólans.

Aðrir notendur hafa einungis lágmarksaðgang að gögnum safnsins, þ.e.a.s. safnið lætur þeim eingöngu í té aðstöðu til að nota gögn þess á staðnum.


Heimilisfang

Heimilisfang:
Ármúli 12
GPS:
64.13791009522182, -21.883479714360646
Sími:
5258837
bokasafn@fa.is
Vefur:
http://www.fa.is/fjolbrautaskolinn/bokasafn/

Afgreiðslutími

Mánudagar:
8.00-16.30
Þriðjudagar:
8.00-16.30
Miðvikudagar:
8.00-16.30
Fimmtudagar:
8.00-16.30
Föstudagar:
8.00-15

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.