Bókasafn Garðabæjar - Álftanesi

Þú ert hér Heim  > Almenningsbókasöfn >  Bókasafn Garðabæjar - Álftanesi
Mynd
Bókasafnið á Álftanesi býður fjölbreitt úrval bóka og tímarita fyrir alla aldurshópa. Verið velkomin. Bókasafn Álftaness er í samstarfi við bókasöfnin í Hafnarfirði, Kópavogi og í Garðabæ.
Hafi lánþegi gilt skírteini í einu safnanna getur hann nýtt sér þjónustu þeirra allra.
Útlánagjöld, sektir og önnur gjöld miðast við það safn sem notað er hverju sinni. Söfnin eru samtals 5, þar sem Bókasafn Kópavogs hefur útibú í Lindasafni.

Á safninu er boðið upp á:           

  • Aðgang að tölvum og prentara
  • Aðgang að Netinu
  • Aðstoð við leit í gangagrunnum
  • Ljósritun
  • Millisafnalán
  • Pöntun á bókum í útláni

Um bókasafnið

Bókasafnið á Álftanesi er orðið hálfrar aldar gamalt. Það átti sér þó mun eldri forvera sem var Lestrarfélag Bessastaðahrepps.   Það var stofnað 1892 og var fyrsta tómstundarfélagið í hreppnum sem vitað er um.

 Lestrarfélagsins var fyrst getið í opinberum gögnum úr bréfadagbók sýslumanns  vegna beiðni um að fá að halda dansleik. Um þetta og margt fleira má fræðast í Álftanessögu sem rituð er af Önnu Ólafsdóttur Björnsson, sagnfræðingi   en sú bók er mikið í útláni hjá bókasafninu.

Bókasafn Garðabæjar – Álftanesi er í Álftanesskóla

Það er svokallað samsteypusafn, þ.e. almenningssafn og skólasafn saman í húsnæði og þar líflegt þar frá morgni til kvölds. Skólinn notar safnið til kennslu og útlána  fyrri hluta dags almenningssafnið síðari hluta dagsins.


Heimilisfang

Heimilisfang:
Eyvindarstaðaveg
GPS:
64.1045100084047, -22.01642564711301
Sími:
540 4708
Vefur:
https://www.facebook.com/pages/B%C3%B3kasafn-%C3%81lftaness/301962063166520

Afgreiðslutími

Mánudagar:
16:00 – 19:00
Miðvikudagar:
16:00 – 19:00
Fimmtudagar:
16:00 – 19:00

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.