Bókasafn Háskólans á Akureyri

Þú ert hér Heim  > Háskólabókasöfn >  Bókasafn Háskólans á Akureyri
Mynd

Bókasafn Háskólans á Akureyri veitir nemendum, starfsfólki háskólans og öðrum lánþegum aðgang að upplýsingum vegna náms, kennslu og rannsókna. Lögð er áhersla á að bjóða aðgang að vönduðu úrvali gagnasafna og rafrænna tímarita á fræðasviðum háskólans og byggja upp bóka- og tímaritakost safnsins jafnt og þétt þannig að hann endurspegli fræðasvið háskólans.

Starfsfólk bókasafnsins veitir ráðgjöf og aðstoð við upplýsingaleit og leggur áherslu á að veita faglega og persónulega þjónustu. Bókasafnsfræðingar sinna kennslu og þjálfun nemenda í upplýsingalæsi en það er sú færni sem gerir fólki kleift að leita upplýsinga, leggja mat á gæði þeirra og hagnýta þær í námi, kennslu og rannsóknum. Bókasafnið býður einnig upp á myndlistarsýningar yfir skólaárið.


Heimilisfang

Heimilisfang:
Sólborg v/norðurslóð
GPS:
65.6852630632095, -18.12277064868772
Sími:
460 8050
bsha@unak.is
Vefur:
http://www.unak.is/bokasafn/

Afgreiðslutími

Mánudagar:
8:00 - 16:00
Þriðjudagar:
8:00 - 18:00
Miðvikudagar:
8:00 - 16:00
Fimmtudagar:
8:00 - 18:00
Föstudagar:
8:00 - 16:00

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.