Bókasafn Héraðsbúa

Þú ert hér Heim  > Almenningsbókasöfn >  Bókasafn Héraðsbúa
Mynd

Bókasafn Héraðsbúa varð til við samruna nokkurra lestrarfélaga á Héraði í vetrarbyrjun árið 1956. Safnið var lengi á flakki milli húsa á Egilsstöðum en var flutt í eigið húsnæði á efstu hæð Safnahússins, Laufskógum 1 á Egilsstöðum í ársbyrjun 1995. Safnið er rekið af Fljótsdalshéraði samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn nr. 150/2012. 

Bókasafnið á um 20.000 bækur og önnur gögn. Þar má finna notarlegt barnahorn og ágæta lesaðstöðu. Gestir safnsins hafa aðgang að tölvu með internetaðgangi sem mikið er notuð, einkum af ferðamönnum. 
Bókasafn Héraðsbúa er opið alla virka daga frá kl. 14:00 til 19:00 en lánþegar þess geta fengið lánaðar bækur á rafbókasafn.is allan sólarhringinn.

Önnur söfn í húsinu eru Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Minjasafn Austurlands.

 


Heimilisfang

Heimilisfang:
Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir
GPS:
65.26267934130455, -14.397425446835314
Sími:
470 0745
bokasafn@egilsstadir.is
Vefur:
https://www.facebook.com/Bokasafn.Heradsbua

Afgreiðslutími

Mánudagar:
14 til 19
Þriðjudagar:
14 til 19
Miðvikudagar:
14 til 19
Fimmtudagar:
14 til 19
Föstudagar:
14 til 19

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.