Bókasafn Móðurmáls

Þú ert hér Heim  > Sérstök bókasöfn >  Bókasafn Móðurmáls
Your message has been successfully sent
Please fill out email, subject and message

Móðurmál, samtök um tvítyngi heldur úti bókasafni fyrir félagsmenn sína.  Til að nota safnið þarf viðkomandi að gerast félagi í Móðurmál eða aðildarfélögum þess. Safnið var stofnað í desember 2016 og safnkostur fer ört vaxandi, þökk sé gjöfum.  Bókasafnið samanstendur af safnkosti (bækur, tímarit, dvd, cd, hljóðbækur o.fl.) ýmsra móðurmálsskóla innan Móðurmáls. Bækur eru aðallega barna- og unglingabækur, þó sumir móðurmálsskólar eigi líka bækur fyrir fullorðna, kennsluefni og annað fræðsluefni.

Eins og staðan er í dag, hefur bókasafnið ekki einn sama stað. Hver og einn skóli geymir sér um að útvega sjálfur stað fyrir sitt efni. Móðurmál á einnig sinn safnkost, eru það aðallega barnabækur sem samtökunum hefur verið gefið og eru þær ekki bundnar við ákveðið tungumál. Móðurmál getur því átt bækur á spænsku líkt og spænski móðurmálshópurinn. Móðurmál leitar nú að samastað fyrir safnkostinn þar sem öll tungumál væru aðgengileg á einu stað bæði fyrir börn og fullorðna.

Markmið bókasafns Móðurmáls er að gera safnkostinn sýnilegan og auka aðgengi fyrir börn af erlendum uppruna, t.d. með skráningu í landskerfi bókasafna Gegni. Með því býðst börnum af erlendum upppruna tækifæri á að fá bækur lánaðar með millisafnaláni í skólann sinn. Þetta er í augnablikinu bara bundið við Reykjavík, en við stefnum að því að reyna að veita öllum börnum sama tækifæri. Þau geta því bætt lestarfærni sína og markmiðið er í samræmi við þjóðarsáttmála um læsi.

Safnkosturinn er allur skráður undir nafni Móðurmáls og er hægt að skoða hann með því að fara inn á www.leitir.is og nota leitarorðið MODPG.

Afgreiðslutími er eftir samkomulagi við bókasafnsfræðing.


Heimilisfang

Heimilisfang:
Seilugrandi 2, 107 Reykjavík
GPS:
64.1490008, -21.977115400000002
bokasafn@modurmal.com
Vefur:
http://www.modurmal.com/bokasafnlibrary/

https://www.facebook.com/bokasafnmodurmals/

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.