Bókasafn Norræna hússins

Þú ert hér Heim  > Almenningsbókasöfn >  Bókasafn Norræna hússins
Mynd

Miðstöð norrænna bókmennta

Bókasafn Norræna hússins er eitt sinnar tegundar á landinu, á Norðurlöndunum og líklega í heiminum. Það hóf starfsemi árið 1969, ári eftir að húsið var vígt. Sérstaða safnsins er að þar er eingöngu að finna bækur á Norðurlandamálum  eftir norræna höfunda. Bækur á íslensku eru ekki í safninu en þýðingar á íslenskum höfundum á önnur Norðurlandamál eru þar að sjálfsögðu.

Þýðingar af öðrum tungumálum en Norðurlandamálum eru ekki í safninu.

Bókasafnið er skráð í norskan gagnagrunn, Mikromarc, sem hægt er að leita í á heimasíðunni undir: skrár safnsins.

Safninu er fyrst og fremst ætlað að vera safn norrænna samtímabókmennta og sígildra norrænna höfunda. Í safninu eru skáldsögur og fræðibækur fyrir börn og fullorðna, tímarit, hljóðbækur,tónlist á geisladiskum, kvikmyndir á DVD og VHS og nótur.

Frá árinu 1976 hefur safnið lánað út grafíkmyndir eftir norræna listamenn.

Bókasafnið á allnokkurt nótnasafn yfir norræna tónlist. Þær eru skráðar í spjaldskrá sem staðsett er í kjallara.

Í safninu er aðstaða til lestrar, en þess ber þó að geta að bókasafn Norræna hússins er frábrugðið öðrum söfnum að því leyti að það er staðsett í miðju menningarhúss og það má því eins búast við að t.d. tónlist hljómi í bókasafninu frá sal hússins.

Barnadeild safnsins er í kjallara og gengur undir heitinu “Barnahellir” í daglegu tali.


Heimilisfang

Heimilisfang:
Sturlugötu 5
GPS:
64.13819244797787, -21.94682126085206
Sími:
551 7030
nh@nordice.is
Vefur:
http://www.nordice.is/

Afgreiðslutími

Mánudagar:
10-17
Þriðjudagar:
10-17
Miðvikudagar:
10-17
Fimmtudagar:
10-17
Föstudagar:
10-17
Laugardagar:
12-17
Sunnudagar:
12-17

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.