Bókasafn Seltjarnarness

Þú ert hér Heim  > Almenningsbókasöfn >  Bókasafn Seltjarnarness
Your message has been successfully sent
Please fill out email, subject and message

Bókasafn Seltjarnarness er almenningsbókasafn Seltirninga og er öllum opið. Það starfar samkvæmt bókasafnalögum nr. 150 frá 2012, yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco) um almenningsbókasöfn frá 1994 og Menningastefnu Seltjarnarnesbæjar
Bókasafn Seltjarnarness heyrir undir Menningarnefnd Seltjarnarness
Bókasafninu er meðal annars ætlað að vera öflug menningar- og upplýsingamiðstöð. Í starfsemi safnsins er vilji til að uppfylla menningarstefnu bæjarins sem er meðal annars að efla áhuga, löngun og möguleika bæjarbúa á að njóta menningar.

Þessu vill safnið ná með því að bjóða uppá fjölbreytta dagskrá fyrir flesta aldurshópa. Eiðissker er funda- og sýningarsalur bókasafnsins og þar fara fram listasýningar, fundir og fjölbreyttar uppákomur allt árið.
Safnið rekur sögu sína aftur til ársins 1885 þegar Framfarafélag Seltjarnarness stofnaði Lestrarfélag Seltirninga.
Í safninu eru nú um 58.000 bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis svo eitthvað sé nefnt. Í safninu eru svo kallaður heitur reitur fyrir þá sem vilja koma með eigin tölvur og vinna á Netinu.

Safnkosturinn er allur skráður í tölvukerfi safnsins, Gegni.

Borgarbókasafn Reykjavíkur og Bókasafnið í Mosfellsbæ eru samstarfssöfn Bókasafns Seltjarnarness.


Heimilisfang

Heimilisfang:
Eiðistorg 11
GPS:
64.1504224, -21.984661500000016
Sími:
5959170
bokasafn@seltjarnarnes.is
Vefur:
http://www.seltjarnarnes.is/bokasafn/

Afgreiðslutími

Mánudagar:
10-19
Þriðjudagar:
10-19
Miðvikudagar:
10-19
Fimmtudagar:
10-19
Föstudagar:
10-17
Laugardagar:
11-14
Sunnudagar:
Lokað

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.