Bókasafn Verkmenntaskólans á Akureyri

Þú ert hér Heim  > Framhaldsskólasöfn >  Bókasafn Verkmenntaskólans á Akureyri

Bókasafn VMA er upplýsingamiðstöð skólans þar sem notendur eiga rétt á að njóta faglegrar bókasafns- og upplýsingaþjónustu.  Þjónustan við notendur felst einkum í því að leiðbeina við heimildaleit, þjálfun í upplýsingalæsi og margs konar námsaðstoð.
Bókasafnið er búið fjölþættum safnkosti sem tengist námi, kennslu, þróunarstarfi skólans og félagslífi.  Jafnframt er veittur aðgangur að rafrænum gögnum innan skólans og á netinu.
Starfsmenn bókasafnsins annast safnkennslu og leggja áherslu á að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum við leit og úrvinnslu upplýsinga og notkun gagnabanka og stuðla með því að bættu upplýsingalæsi nemenda.
Lesaðstaða og aðgangur að tölvum er í tengslum við safnið.  Á bókasafninu starfa upplýsingafræðingur og framhaldskólakennari.


Heimilisfang

Heimilisfang:
Hringteigur 2 600 Akureyri
GPS:
65.683868, -18.11045999999999
Vefur:
http://www.vma.is/is/bokasafn

Afgreiðslutími

Mánudagar:
8.00 - 18.00
Þriðjudagar:
8.00 - 18.00
Miðvikudagar:
8.00 - 18.00
Fimmtudagar:
8.00 - 18.00
Föstudagar:
8.00 - 15.00

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.