Bókasafnið á Eskifirði

Þú ert hér Heim  > Almenningsbókasöfn >  Bókasafnið á Eskifirði
Mynd

Bókasafnið á Eskifirði er staðsett í Grunnskólanum á jarðhæð.  Þar eru á sama stað Bæjarbókasafn og Skólabókasafn.  Bókakostur bæjarbókasafnsins telur u.þ.b. 22.000 titla og eru flestar þær bækur til útláns, en dýrari rit og uppflettirit teljast til handbóka og eru ekki lánuð út.  Bókasafnið er með nokkur tímarit í áskrift.

Á bókasafninu fer fram kennsla fyrir nemendur í 1. – 6. bekk grunnskólans.  Kennd er umgengni um safnið almennt.  Grunnfræðslan liggur í stafrófskennslu sem smátt og smátt er heimfærð upp á röðun bókanna á safninu.  Einnig eru sögustundir fyrir alla þessa bekki, sem þó verða færri eftir því sem nemendur eru eldri.  Í eldri bekkjunum eru nemendur látnir leita á safninu, vinna verkefni úr fræðibókum, kynnast betur flokkunarkerfinu og heimildarleit.


Heimilisfang

Heimilisfang:
Lambeyrarbraut 16
GPS:
65.0710448, -14.01091580000002
Sími:
476 1586
bokesk@skolar.fjardabyggd.is
Vefur:
http://www.grunnesk.is/is/forsida/bokasafn

Afgreiðslutími

Mánudagar:
14:00 - 17:00
Þriðjudagar:
14:00 - 17:00
Miðvikudagar:
14:00 - 19:00
Fimmtudagar:
14:00 - 17:00

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.