Bókasafnið á Fáskrúðsfirði

Þú ert hér Heim  > Almenningsbókasöfn >  Bókasafnið á Fáskrúðsfirði
Mynd

Hlutverk bókasafnanna í Fjarðabyggð er að vera vettvangur fyrir félags- og menningarlíf íbúa sveitarfélagsins þar sem almenningur getur notið bókmennta, menningar og lista.  Söfnin starfa samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn.   Auk útlána á bókum og tímaritum lána söfnin út hljóðbækur. 

Bókasöfnin eru einnig þjónustugátt fyrir bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar. Á opnunartíma safnanna er tekið við umsóknum er varða þjónustu sveitarfélagsins. Hægt er að sækja eyðublöð og fylla þau út á tölvu til útprentunar. Bókasöfnin taka á móti umsóknum og koma þeim til skila á bæjarskrifstofuna á  Reyðarfirði. 

Jafnframt er á söfnunum aðgangur að tölvu og hægt að fá aðstoð og ráðgjöf um hvernig nálgast má upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins á heimasíðunni. Starfsmenn bókasafnanna veita aðstoð við að finna rétt eyðublöð og hvar hægt sé að leita frekari aðstoðar eða upplýsinga.

Á söfnunum eru einnig tölvur ætlaðar lánþegum, ýmist til að skoða marg-miðlunardiska, sækja upplýsingar á Internetið eða til ritvinnslu.  Aðstoð er veitt við heimildaleit og boðið er upp á lesaðstöðu.  Víðtækt samstarf er við grunnskólana. 
Bókasöfnin starfa undir atvinnu- og menningarnefnd og Safnastofnun Fjarðabyggðar


Heimilisfang

Heimilisfang:
Hlíðargata 56
GPS:
65.1489352, -13.69942739999999
Sími:
4759016

Afgreiðslutími

Mánudagar:
14 - 19
Miðvikudagar:
14 – 17

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.