Bókasafnið í Garði

Þú ert hér Heim  > Almenningsbókasöfn >  Bókasafnið í Garði
Mynd

Almenningsbókasafnið er til húsa í Gerðaskóla og snýr aðalinngangur þess að Garðbraut.

Safnið er á tveimur hæðum og býr yfir fjölbreyttum og góðum safnkosti. Allur safnkostur bókasafnsins er skráður í Gegni, bókasafnskerfi sem hýsir samskrá íslenskra bókasafna undir stjórn Landskerfis bókasafna hf. www.gegnir.is

Útlánsreglur:
Árgjald fyrir bókasafnskort er 1.250 kr.
Eldri borgarar eru gjaldfrjálsir við 67 ára aldur.
Börn yngir en 18 ára eru gjaldfrjáls.
Öryrkjar og atvinnuleitendur eru gjaldfrjálsir, en þurfa að greiða dagsektir fyrir umfram leigutíma.

Hægt er að fá allt að átta bækur að láni í einu. Lánstími eldri bóka er 30 dagar en nýjar bækur, blöð og tímarit er lánað út í 14 daga í senn.
Sekt fyrir hvern dag umfram leigutíma er 10 krónur fyrir hverja bók. Framlengja má lánstíma bóka með því að koma á safnið, hringja eða nýta www.gegnir.is og www.leitir.is þar sem m.a. er hægt að endurnýja útlán og taka frá efni.

Bókasafnið í Garði er í nánu samstarfi við bókasöfnin í Reykjanesbæ, Grindavík, Vogum og Sandgerði og hafa þessi söfn gert með sér samstarfssamning er varðar bókasafnskerfið Gegni. Bókasafnskort frá einhverjum þessara safna gildir á öllum söfnunum fimm.

Verið hjartanlega velkomin á Bókasafnið í Garði


Heimilisfang

Heimilisfang:
Garðbraut 90
GPS:
64.0492445, -22.6086047
Sími:
422-7420
bokasafn@gerdaskoli.is
Vefur:
http://www.gerdaskoli.is/Bókasafn/

Afgreiðslutími

Mánudagar:
15.00 - 18.00
Þriðjudagar:
15.00 - 18.00
Miðvikudagar:
15.00 - 18.00
Fimmtudagar:
15.00 - 18.00

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.