Bókasafnið í Hveragerði

Þú ert hér Heim  > Almenningsbókasöfn >  Bókasafnið í Hveragerði
Mynd

Bókasafnið í Hveragerði hefur það að leiðarljósi að veita góða þjónustu í vingjarnlegu umhverfi. Safnið er almenningsbókasafn og starfar samkvæmt lögum þar um. Það heyrir undir Menningar- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar. Kappkostað er að veita aðgang að fjölbreyttu safnefni til fróðleiks og afþreyingar fyrir íbúa og stofnanir Hveragerðisbæjar og aðra þá sem kjósa að nýta sér safnið, sem og að vera upplýsingveita, menningar- og félagsmiðstöð bæjarbúa. Safnið býður upp á aðgang að tölvum og þráðlausu neti, listsýningar og fjölbreytta dagskrá fyrir unga sem aldna.

Bókasafnið í Hveragerði var stofnð árið 1937 (eða 8) með sameiningu tveggja lestrarfélaga í Ölfusi, Lestrarfélagsins Mímis og Lestrarfélags Hjallasókanar og var bókakostur þá eitthvað á annað hundraðið. Safnið telur nú (2017) um 27.000 eintök af bókum og tímaritum auk geisladiska, hljóðbóka, myndefnis og margmiðlunarefnis sem nánast allt er skráð í Gegni.


Heimilisfang

Heimilisfang:
Sunnumörk 2, 810 Hveragerði
GPS:
63.9953904, -21.1894137
Sími:
483-4531
bokasafn@hveragerdi.is
Vefur:
http://www.facebook.com/bokasafnid.i.hveragerdi

Afgreiðslutími

Mánudagar:
11:00-18:30
Þriðjudagar:
13:00-18:30
Miðvikudagar:
13:00-18:30
Fimmtudagar:
13:00-18:30
Föstudagar:
13:00-18:30
Laugardagar:
11:00-14:00

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk
Baldvina
2016-12-01 11:08:17
Frábært bókasafn með topp starfsfólki. Alltaf hlýlegt og notalegt að kíkja til þeirra :)
Maria
2016-10-08 14:33:46

Lokað er fyrir ummæli.