Bókasafn og upplýsingaþjónusta HR (BUHR)

Þú ert hér Heim  > Háskólabókasöfn >  Bókasafn og upplýsingaþjónusta HR (BUHR)
Mynd

Fyrir nemendur

Bókasafnið er vinnustaður nemenda og þekkingarveita. Bókasafnið býður aðgang að bókum, fræðigreinum o.fl. sem nemendur þurfa á að halda á meðan á háskólanámi stendur. Bókasafnið er staður til að heimsækja en einnig er hægt að nota rafrænar upplýsingar og sækja sér margvíslega aðstoð og upplýsingar á vef BUHR, hvort sem verið er að vinna innan eða utan háskólasvæðisins. Upplýsingafræðingar veita fjölbreytta þjónustu. Þeir eru með opna tíma í upplýsingaborði safnsins þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu. Einnig er hægt að bóka viðtalstíma hjá upplýsingafræðingi auk þess sem spjallhjálp er í boði fyrir alla nemendur háskólans.
Kennslubókasafn geymir eintök af kennslubókum yfirstandandi annar. Kennslubókasafnið er staðsett í afgreiðslu bókasafnsins og er hægt að fá lánaðar bækur úr því til afnota á bókasafninu. Þar er einnig að finna ítarefni í námskeiðum samkvæmt beiðni frá kennurum.   Á bókasafninu stendur nemendum til boða fjölbreytt vinnuaðstaða, lesstofur þar sem næði ríkir, lesaðstaða á safninu sjálfu, hópvinnuborð og hópvinnuherbergi. Á bókasafninu eru tölvur, öflugir prentarar, ljósritunarvélar og skannar til afnota fyrir nemendur.

https://www.ru.is/bokasafn/thjonusta/fyrir-nemendur/

Aðgangur með nemenda- og kennarakorti:  07.00 – 24:00

Helgaropnun afgreiðslu gildir frá september til maí.

Þjónusta við kennslu

Þjónusta BUHR við kennslu er tvíþætt. Hún felst annars vegar í fræðslu, upplýsingaráðgjöf og leiðbeiningum í tengslum við verkefnavinnu nemenda, hins vegar í því að bjóða uppá fjölbreytt efni á prenti og rafrænu formi til nota í námskeiðum sem ítarefni, kennsluefni og heimildir.

Boðið er uppá kynningar fyrir kennara, bæði einstaklinga og hópa. Tengiliðir deilda sérhæfa sig í upplýsingum á fræðasviði einstakra deilda og leggja sig fram um að bjóða starfsmönnum þeirra sem besta þjónustu.

https://www.ru.is/bokasafn/thjonusta-vegna-kennslu/

Þjónusta við rannsóknir

Upplýsingafræðingar BUHR eru sérfræðingar í safnkosti bókasafnsins og hvernig hann getur nýst fræðasviðum háskólans. Þeir geta upplýst um hvaða efni er í boði og hvar það er að finna og þannig flýtt fyrir heimildaleit.

Einnig geta þeir aðstoðað við að hafa uppá frumheimildum, ráðstefnuritum, skýrslum o.fl. og veitt margvíslega hagnýta aðstoð. 

https://www.ru.is/bokasafn/thjonusta/thjonusta-vid-rannsoknir/ 


Heimilisfang

Heimilisfang:
Menntavegur 1
GPS:
64.1249057, -21.927928899999984
Sími:
599 6234
bokasafn@ru.is
Vefur:
http://www.ru.is/bokasafn

Afgreiðslutími

Mánudagar:
8 - 16
Þriðjudagar:
8 - 16
Miðvikudagar:
8 - 16
Fimmtudagar:
8 - 16
Föstudagar:
8 - 16
Laugardagar:
10 - 16
Sunnudagar:
10 - 16

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.