Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Þú ert hér Heim  > Almenningsbókasöfn >  Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Mynd

Héraðsskjalasafnið á gott bókasafn sem að stofni til er gjöf frá hjónunum Halldóri Ásgrímssyni og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur. 

Til viðhalds bókasafnsins er ráðstafað ákveðinni upphæð af fjárhagsáætlun héraðsskjalasafnsins ár hvert. Þar af leiðir að í safninu er að finna nýtt efni í bland við gamalt, þar eru m.a. mörg sjaldgæf eldri rit. Við innkaup á bókum í safnið er einkum litið til fræðibóka ýmisskonar, þó annars konar efni megi einnig finna þar. Alls eru rúmlega 11 þúsund bækur í safninu í september 2013.

Auk bókanna tilheyrir bókasafninu veglegt safn tímarita, sum þeirra innbundin, alls hátt í 500 titlar. Bæði er um að ræða tímarit sem enn eru gefin út en einnig tímarit sem hætt eru að koma út, þ.á m. tímarit frá 19. öld. Líkt og með bækurnar eru þau tímarit sem safnið kaupir flest fræðilegs eðlis og eru tímarit sem birta sögulegt efni þar einkum áberandi.

Héraðsskjalasafnið leggur sérstaka áherslu á að safna útgefnu efni frá starfssvæði safnsins, á þar jafnt við um bækur, tímarit eða staðbundna prentmiðla.


Heimilisfang

Heimilisfang:
Safnahúsinu
GPS:
65.26267934130455, -14.397425446835314
Sími:
471 1417
heraust@heraust.is
Vefur:
http://www.heraust.is

Afgreiðslutími

Mánudagar:
12 til 16
Þriðjudagar:
12 til 16
Miðvikudagar:
12 til 16
Fimmtudagar:
12 til 16

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.