Lestrarfélagið Baldur

Þú ert hér Heim  > Almenningsbókasöfn >  Lestrarfélagið Baldur
Mynd

Bókasafnið er til húsa í Stóru-Vogaskóla og hýsir skólabókasafnið og almenningsbókasafnið sem gengur undir nafninu Lestrarfélagið Baldur. Einnig er samstarf milli bókasafnsins og annarra almenningsbókasafna á Suðurnesjum. Þannig geta skírteinishafar fengið lánaðar bækur á bókasöfnum nágrannasveitarfélaganna á Suðurnesjum og skilað á bóksafnið í Vogum.

Safnkostur: íslenskar skáldsögur, þýddar skáldsögur, ævisögur, fræðirit ýmis konar, barnabækur, unglingabækur, handbækur, hljóðbækur, tímarit og teiknimyndasögur. Samtals á bókasafnið um það bil 13.000 safngögn.

Ef þú hefur áhuga á bókum eða tímaritum sem ekki eru á safninu, þá endilega láttu bókavörð vita!

Ágæt aðstaða er  til lestrar á bókasafninu og er fólk hvatt til nýta sér þá aðstöðu.  Starfsmaður bókasafnsins er fólki innan handar um að finna og velja bækur.

  • Bókasafnsskírteini kosta 1.600 kr og eru þau endurnýjuð árlega. Skírteini eru ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára, eldri borgara, öryrkja og atvinnulausa.
  • Útlánstími á hverja bók er 30 dagar, en nýjar bækur eru lánaðar í 14 daga. Hægt er að fá lán framlengt ef ekki er búið að panta bókina. Framlengja má lánstíma bóka með því að fara inn á eigið svæði í www.leitir.is  og endurnýja sjálfur eða hringja í bókasafnið, en aðeins ef pöntun á þeim liggur ekki fyrir. Ef farið er fram yfir lánstíma, er dagssekt 55 kr fyrir hvert eintak.
  • Nemendur í Stóru-Vogaskóla greiða ekki sektir af bókum sem þeir taka að láni á bókasafnsskírteini í skóla.
  • Miðað er við að hver lánþegi geti verið með mest 20 bækur í láni í einu.
  • Nemendur í Stóru-Vogaskóla mega hafa 3 bækur í láni í einu.
  • Hægt er að fá bækur í millisafnaláni. Með millisafnalánum er átt við það þegar bókaverðir útvega rit sem bókasafnið á ekki, frá öðrum bókasöfnum. Það kostar 540 kr að fá hvert eintak í millisafnaláni.
  • Boðið er upp á heimsendingu bóka fyrir sjúka og aldraða á föstudögum. Pantanir eru afgreiddar milli kl. 13 og 15 í síma 440 6289.
  • Einnig er hægt að láta taka frá fyrir sig bækur sem eru í útláni. Hver pöntun kostar 110 kr.
  • Á bókasafninu er tölva þar sem hægt er að komast á Internetið. Hver tími kostar 200 kr.

Heimilisfang

Heimilisfang:
Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2, 190 Vogar
GPS:
63.98303189999999, -22.38386890000004
Sími:
440 6289
bokasafn@vogar.is
Vefur:
http://www.vogar.is/thjonusta/bokasafn/

Afgreiðslutími

Mánudagar:
13-19
Þriðjudagar:
13-14.30
Miðvikudagar:
13-15
Fimmtudagar:
13-15
Föstudagar:
13-15

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.