Sögubíllinn Æringi

Þú ert hér Heim  > Sérstök bókasöfn >  Sögubíllinn Æringi
Mynd

Sögubíllinn Æringi, sem er litli bróðir bókabílsins Höfðingja, heimsækir leikskóla Reykjavíkur og býður börnunum í sögustund. Æringi hefur aðsetur í Ársafni.

Ævintýralegar myndir prýða bílinn en efnt var til samkeppni meðal myndlistarmanna um skreytingar og bar Brian Pilkington sigur úr býtum. Sögubíllinn er ekki bara ævintýralegur að utan heldur einnig að innan, dökk flauelstjöld og stjörnur í lofti skapa skemmtilega og spennandi umgjörð um sögurnar.
Hekla hf og Þróunarsjóður leikskólaráðs veittu styrk til að koma sögubílnum í gang.

Hægt er að panta sögubílinn í heimsókn til dæmis í stofnanir, hverfahátíðir eða aðra viðburði í borginni. Allar nánari upplýsingar veitir Ólöf Sverrisdóttir í síma 664 7718, olof.sverrisdottir@reykjavik.is

Langar þig að taka þátt?
Æringi óskar eftir eldri borgurum til að koma í bílinn og segja börnum frá atburðum eða aðstæðum úr eigin bernsku. Vinsamlegast hafið samband við Ólöfu Sverrisdóttur í síma 664 7718 eða með því að senda póst á olof.sverrisdottir@reykjavik.is

Viltu vita meira um Æringja? Prófaðu að „Googla“ Æringi og lestu skemmtilegar greinar um heimsóknir hans í leikskóla og frístundaheimili!


Heimilisfang

Heimilisfang:
Reykjavík
GPS:
64.13533799999999, -21.89521000000002
Sími:
664 7718
olof.sverrisdottir@reykjavik.is

Segðu þína skoðun

Þjónusta
Úrval
Staðsetning
Starfsfólk

Lokað er fyrir ummæli.