Höfuðborgarsvæðið

Þú ert hér: Heim  > Höfuðborgarsvæðið
Söfn á höfuðborgarsvæðinu

Showing 15 from 39 Items
 • Mynd
  0

  Veðurstofa Íslands, bókasafn

  Veðurstofa Íslands er til húsa á Bústaðavegi 7-9. Bókasafnið er á 1. hæð og í Undirheimum á Bústaðavegi 7

 • Mynd
  0

  Sögubíllinn Æringi

  Sögubíllinn Æringi, sem er litli bróðir bókabílsins Höfðingja, heimsækir leikskóla Reykjavíkur og býður börnunum í sögustund. Æringi hefur aðsetur í Ársafni. Ævintýralegar myndir prýða bílinn en efnt var til samkeppni meðal myndlistarmanna um skreytingar og bar Brian Pilkington sigur úr býtum. Sögubíllinn er ekki bara ævintýralegur að utan heldur einnig að innan, dökk flauelstjöld og […]

 • Mynd
  0

  Skólasafn Salaskóla

  Aðstaðan er mjög góð til verkefnavinnu, tölvuvinnu, bókasafnskennslu, útlána  eða bara til að láta fara vel um sig í sófa eða við borð og skoða og lesa bækur.

 • Mynd
  0

  Skólasafn Garðaskóla

  Á Skólasafni Garðaskóla geta nemendur fengið alveg ókeypis sniðugar hugmyndir, skemmtilegar athugasemdir, bros, klapp á bakið, gott skap, bækur að láni, upplýsingar um frábærar krækjur og skoðað tímarit og bækur. Nemendur geta fengið afnot af ýmis konar tækjum, t.d. tölvum, prenturum, ljósritunarvél, myndbandsupptökuvél, myndavél, Mp3 spilurum og heyrnartólum. Afnot af tækjunum eru eingöngu leyfð í tengslum […]

 • Mynd
  0

  Rafbókasafnið

  Rafbókasafnið er að finna á vefslóðinni http://rafbokasafnid.is eða http://rafbókasafnið.is.

 • Mynd
  0

  Náttúrufræðistofnun Íslands, bókasafn

  Bókasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands er sérfræðisafn á sviði náttúruvísinda, með höfuðáherslu á náttúru Íslands. Tilgangur bókasafnsins er annars vegar að þjóna starfsfólki stofnunarinnar og hins vegar að koma upp aðgengilegu safni heimilda um náttúru Íslands. Það er einnig opið almenningi, sem getur notað bækur og tímarit á staðnum, en útlán eru ekki leyfð nema í undantekningartilfellum. […]

 • Mynd
  0

  Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

  Landsbókasafn Íslands og bókasafn Háskóla Íslands eru í Þjóðarbókhlöðunni en söfnin voru sameinuð í þessari byggingu árið 1994. Landsbókasafn safnar öllum íslenskum gögnum samkvæmt lögum um skylduskil til safna, varðveitir þau, skráir og flokkar. Það veitir einnig þjónustu við kennslu og rannsóknarstarfsemi Háskóla Íslands og heldur uppi bókasafns- og upplýsingaþjónustu í þágu atvinnuvega, stjórnsýslu og […]

 • Mynd
  0

  Ítalska bókasafnið - Biblioteca italiana d'Islanda

  Ítalska félagið á Íslandi heldur úti bókasafni fyrir félagsmenn sína.  Til að nota safnið þarf viðkomandi að gerast félagi í Ítalska félaginu eða kaupa kort hjá safninu. Safnið var stofnað í mars 2010 og safnkostur fer ört vaxandi, þökk sé gjöfum.  Allir geta fundið bækur við sitt hæfi, jafnt ungir sem aldnir. Mikil áhersla hefur verið lögð […]