Höfuðborgarsvæðið

Þú ert hér: Heim  > Höfuðborgarsvæðið
Söfn á höfuðborgarsvæðinu

Showing 15 from 39 Items
 • Mynd
  0

  Hljóðbókasafn Íslands

  Hljóðbókasafn Íslands er ríkisstofnun sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Lögbundið hlutverk safnsins er að opna þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur, aðgang að prentuðu máli, á hljóðbók eða öðru aðgengilegu formi. Lánþegar safnsins eru sjónskertir, lesblindir og aðrir sem glíma við prentleturshömlun af einhverju tagi. Safnið framleiðir námsbækur fyrir framhaldsskólanema á hljóðbók eða […]

 • Mynd
  0

  Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ

  Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ þjónar fyrst og fremst starfsfólki Landspítala og kennurum og nemendum á Heilbrigðisvísindasviði HÍ. Safnið er þó öllum opið á afgreiðslutíma.

 • Mynd
  0

  Gljúfrasteinn - hús skáldsins

  Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið en var opnað almenningi sem safn í september 2004. Á safninu er að finna einkabókasafn og er safnkostur ekki til útláns.

 • Mynd
  0

  Borgarbókasafn – Spönginni

  Bókasafnið í Spönginni er nýjasta safn Borgarbókasafnsins, en það var opnað 6. desember 2014. Það er um 1.300 fermetrar á tveimur hæðum og er bæði lyfta og stigi milli hæða. Á neðri hæð er afgreiðsla, upplýsingaþjónusta, barnadeild, unglingadeild, tímarit, myndbönd og tónlist. Á efri hæð eru skáldsögur og fræðibækur. Þar er einnig góð aðstaða til að lesa, læra og fræðast.

 • Mynd
  0

  Borgarbókasafn - Sólheimasafn

  Sólheimasafn er fyrsta húsnæði Borgarbókasafns Reykjavíkur sem strax í upphafi var hannað og byggt með þarfir bókasafns í huga. Safnið opnaði fyrst 1948 að Hlíðarenda við Langholtsveg. Það fluttist fljótlega í Efstasund og þaðan í Sólheimana, þar sem það hóf starfsemi í janúar 1963. Þótt Sólheimasafn sé ekki stórt um sig, rétt rúmir 200 fermetrar, […]

 • Mynd
  0

  Borgarbókasafn - Kringlusafn

  Kringlusafn var opnað í viðbyggingu sem tengir saman Kringluna og Borgarleikhúsið þann 27. október 2001. Húsnæði safnsins er 740 fermetrar á einni hæð. Bókabíllinn Höfðingi hefur bækistöð í Kringlusafni. Safnkosturinn er fjölbreyttur, um 65.000 eintök. Auk bóka og tímarita fyrir alla aldurshópa eru til útláns í safninu hljóðbækur, tungumálanámskeið, margmiðlunarefni, teiknimyndasögur, tónlistardiskar, myndbönd og Dvd […]

 • Mynd
  0

  Borgarbókasafn - Gerðubergssafn

  Gerðubergssafn er í sama húsi og Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Safnið opnaði vorið 1986. Húsakynnin eru björt og rúmgóð og hefur verið breytt í samræmi við breytingar á starfssemi. Í safninu er góð lestraraðstaða og þægileg aðstaða til að tylla sér niður og lesa nýjustu tímaritin eða dagblöð. Barnadeild safnsins er rúmgóð og hlýleg. Hægt er að […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Verzlunarskóla Íslands

  Bókasafnið er upplýsingamiðstöð  fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Meginhlutverk þess er að veita nemendum og starfsmönnum greiðan aðgang að upplýsingum og heimildum vegna náms og kennslu. Bókasafnið veitir nútímalega, fjölþætta og persónulega þjónustu og styður nám og kennslu við skólann. Þjónustan við notendur felst einkum í faglegri upplýsingaþjónustu, leiðbeiningum við heimildaleit og upplýsingalæsi ásamt úrvinnslu heimilda, útlánum og margs konar […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Tækniskólans

  Bókasafn og upplýsingamiðstöð Tækniskólans er á tveimur stöðum, á fimmtu hæð hússins á Skólavörðuholti og á fjórðu hæð í Sjómannaskólahúsinu við Háteigsveg. Safnið er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsfólk skólans og meginhlutverk þess er að veita greiðan aðgang að upplýsingum og heimildum vegna náms og kennslu. Lögð er áhersla á fjölþætta og persónulega þjónustu sem […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn og upplýsingaþjónusta Listaháskóla Íslands

  Bókasafn og upplýsingaþjónusta Listaháskóla Íslands er sérfræðisafn á sviði þeirra listgreina sem kenndar eru við skólann og er safnið stærsta listbókasafn landsins.  Meginhlutverk safnsins er að veita nemendum og starfsfólki, auk annarra sem til skólans leita,  aðgang að fjölbreyttu efni um listir og menningu, s.s. fræðibókum, tímaritum, myndefni, leikhandritum, hljómplötum, diskum og nótnabókum en ekki […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Mosfellsbæjar

  Safnefni, útlán og bókasafnsskírteini Fjölbreytt safnefni er í Bókasafninu fyrir alla aldurshópa, og er flest til útláns. Bókasafn Mosfellsbæjar er með sérstaka samninga við Borgarbókasafn og Bókasafn Seltjarnarness um aðgang að safnkosti og millisafnalán  fyrir Mosfellinga. Til þess að fá aðgang að safnkostinum þarf bókasafnsskírteini. Skírteini er endurgjaldslaust fyrir alla Mosfellinga. Aðrir greiða 1.850  fyrir árskort. Handhafar […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Móðurmáls

  Móðurmál, samtök um tvítyngi heldur úti bókasafni fyrir félagsmenn sína.  Til að nota safnið þarf viðkomandi að gerast félagi í Móðurmál eða aðildarfélögum þess. Safnið var stofnað í desember 2016 og safnkostur fer ört vaxandi, þökk sé gjöfum.  Bókasafnið samanstendur af safnkosti (bækur, tímarit, dvd, cd, hljóðbækur o.fl.) ýmsra móðurmálsskóla innan Móðurmáls. Bækur eru aðallega barna- og […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

  Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er einkum ætlað nemendum og starfsmönnum skólans en er jafnframt opið öðrum sem sérfræðisafn á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar. Safnið er á jarðhæð í Hamri við Stakkahlíð en einnig er safndeild við Íþróttafræðasetrið að Laugarvatni.

 • Mynd
  0

  Bókasafn Menntaskólans við Hamrahlíð

  Markmið bókasafns MH er að þjónusta nemendur, kennara og aðra starfsmenn skólans. Starfsmenn: Ásdís H. Hafstað forstöðumaður safns Dagný S. Jónsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur

 • Mynd
  0

  Bókasafn Kópavogs Lindasafn

  Lindasafn er útibú frá Bókasafni Kópavogs, rekið í samstarfi við skólasafn Lindaskóla. Safnið er staðsett í Núpalind 7. Bókasafn Kópavogs er vettvangur bæjarbúa til að hittast, verja tíma með vinum og fjölskyldu og nýta sér úrval bóka, tímarita og mynddiska. Safnkosturinn er lifandi og tekur mark af síbreytilegum þörfum gesta. Starfsemin er fjölbreytt; tekið er á […]