Höfuðborgarsvæðið

Þú ert hér: Heim  > Höfuðborgarsvæðið
Söfn á höfuðborgarsvæðinu

Showing 15 from 33 Items
 • Mynd
  0

  Gljúfrasteinn - hús skáldsins

  Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið en var opnað almenningi sem safn í september 2004. Á safninu er að finna einkabókasafn og er safnkostur ekki til útláns.

 • Mynd
  0

  Borgarbókasafn – Spönginni

  Bókasafnið í Spönginni er nýjasta safn Borgarbókasafnsins, en það var opnað 6. desember 2014. Það er um 1.300 fermetrar á tveimur hæðum og er bæði lyfta og stigi milli hæða. Á neðri hæð er afgreiðsla, upplýsingaþjónusta, barnadeild, unglingadeild, tímarit, myndbönd og tónlist. Á efri hæð eru skáldsögur og fræðibækur. Þar er einnig góð aðstaða til að lesa, læra og fræðast.

 • Mynd
  1

  Borgarbókasafn - Sólheimasafn

  Sólheimasafn er fyrsta húsnæði Borgarbókasafns Reykjavíkur sem strax í upphafi var hannað og byggt með þarfir bókasafns í huga. Safnið opnaði fyrst 1948 að Hlíðarenda við Langholtsveg. Það fluttist fljótlega í Efstasund og þaðan í Sólheimana, þar sem það hóf starfsemi í janúar 1963. Þótt Sólheimasafn sé ekki stórt um sig, rétt rúmir 200 fermetrar, […]

 • Mynd
  0

  Borgarbókasafn - Kringlusafn

  Kringlusafn var opnað í viðbyggingu sem tengir saman Kringluna og Borgarleikhúsið þann 27. október 2001. Húsnæði safnsins er 740 fermetrar á einni hæð. Bókabíllinn Höfðingi hefur bækistöð í Kringlusafni. Safnkosturinn er fjölbreyttur, um 65.000 eintök. Auk bóka og tímarita fyrir alla aldurshópa eru til útláns í safninu hljóðbækur, tungumálanámskeið, margmiðlunarefni, teiknimyndasögur, tónlistardiskar, myndbönd og Dvd […]

 • Mynd
  0

  Borgarbókasafn - Gerðubergssafn

  Gerðubergssafn er í sama húsi og Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Safnið opnaði vorið 1986. Húsakynnin eru björt og rúmgóð og hefur verið breytt í samræmi við breytingar á starfssemi. Í safninu er góð lestraraðstaða og þægileg aðstaða til að tylla sér niður og lesa nýjustu tímaritin eða dagblöð. Barnadeild safnsins er rúmgóð og hlýleg. Hægt er að […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Tækniskólans

  Bókasafn og upplýsingamiðstöð Tækniskólans er á tveimur stöðum, á fimmtu hæð hússins á Skólavörðuholti og á fjórðu hæð í Sjómannaskólahúsinu við Háteigsveg. Safnið er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsfólk skólans og meginhlutverk þess er að veita greiðan aðgang að upplýsingum og heimildum vegna náms og kennslu. Lögð er áhersla á fjölþætta og persónulega þjónustu sem […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn og upplýsingaþjónusta Listaháskóla Íslands

  Bókasafn og upplýsingaþjónusta Listaháskóla Íslands er sérfræðisafn á sviði þeirra listgreina sem kenndar eru við skólann og er safnið stærsta listbókasafn landsins.  Meginhlutverk safnsins er að veita nemendum og starfsfólki, auk annarra sem til skólans leita,  aðgang að fjölbreyttu efni um listir og menningu, s.s. fræðibókum, tímaritum, myndefni, leikhandritum, hljómplötum, diskum og nótnabókum en ekki […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Mosfellsbæjar

  Safnefni, útlán og bókasafnsskírteini Fjölbreytt safnefni er í Bókasafninu fyrir alla aldurshópa, og er flest til útláns. Bókasafn Mosfellsbæjar er með sérstaka samninga við Borgarbókasafn og Bókasafn Seltjarnarness um aðgang að safnkosti og millisafnalán  fyrir Mosfellinga. Til þess að fá aðgang að safnkostinum þarf bókasafnsskírteini. Skírteinið fæst endurgjaldslaust fyrir börn yngri en 18 ára og […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

  Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er einkum ætlað nemendum og starfsmönnum skólans en er jafnframt opið öðrum sem sérfræðisafn á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar. Safnið er á jarðhæð í Hamri við Stakkahlíð en einnig er safndeild við Íþróttafræðasetrið að Laugarvatni.

 • Mynd
  0

  Bókasafn Menntaskólans við Hamrahlíð

  Markmið bókasafns MH er að þjónusta nemendur, kennara og aðra starfsmenn skólans. Starfsmenn: Ásdís H. Hafstað forstöðumaður safns Dagný S. Jónsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur

 • Mynd
  0

  Bókasafn Kópavogs Lindasafn

  Lindasafn er útibú frá Bókasafni Kópavogs, rekið í samstarfi við skólasafn Lindaskóla. Safnið er staðsett í Núpalind 7. Bókasafn Kópavogs er vettvangur bæjarbúa til að hittast, verja tíma með vinum og fjölskyldu og nýta sér úrval bóka, tímarita og mynddiska. Safnkosturinn er lifandi og tekur mark af síbreytilegum þörfum gesta. Starfsemin er fjölbreytt; tekið er á […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Garðabæjar - Álftanesi

  Bókasafnið á Álftanesi býður fjölbreitt úrval bóka og tímarita fyrir alla aldurshópa. Verið velkomin. Bókasafn Álftaness er í samstarfi við bókasöfnin í Hafnarfirði, Kópavogi og í Garðabæ. Hafi lánþegi gilt skírteini í einu safnanna getur hann nýtt sér þjónustu þeirra allra. Útlánagjöld, sektir og önnur gjöld miðast við það safn sem notað er hverju sinni. […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Garðabæjar

  Bókasafn Garðabæjar er öllum opið, bæði börnum og fullorðnum. Þar má finna úrval bóka, tímarita og annarra gagna til fróðleiks og skemmtunar. Hægt er að fá safnefnið lánað heim eða lesa það og skoða á safninu sjálfu. Starfsfólk safnsins er ætíð reiðubúið til að veita aðstoð við bókaval og upplýsingaleit. Safnið er upplýsinga- og menningarstofnun. […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Flensborgarskólans

  Flensborgarskólinn var stofnaður árið 1882 til minningar um Böðvar Þórarinsson. Bókasafnið hóf upphaflega starfsemi sína einum áratug síðar eða veturinn 1893-1894. Það er því meira en einnar aldar gamalt. Nafn þess var þá Bókasafn Skinfaxa og umsjón þess var í höndum nemenda sem borguðu einnig til þess ákveðna fjárhæð árlega og einnig voru ýmsar skemmtanir […]