Höfuðborgarsvæðið

Þú ert hér: Heim  > Höfuðborgarsvæðið
Söfn á höfuðborgarsvæðinu

Showing 9 from 39 Items
 • Mynd
  0

  Bókasafn Héraðsdóms Reykjavíkur

  Bókasafn Héraðsdóms Reykjavíkur er sérfræðisafn um lögfræði og dómskerfið og fyrst og fremst til afnota fyrir starfsmenn Héraðsdóms Reykjavíkur. Safnið er ekki opið almenningi en stundum er hægt að fá rit lánuð í millisafnaláni. Umsjónaraðili safnsins er Þórarinn Björnsson dómvörður og bókasafns- og upplýsingafræðingur.

 • Mynd
  0

  Bókasafn Garðabæjar Álftanessafn

  Við sameiningu Álftaness og Garðabæjar varð Álftanessafn útibú frá Bókasafni Garðabæjar og er rekið í samstarfi við skólabókasafn Álftanesskóla. Álftanessafn er innangegnt af Eyvindarstaðavegi.   Álftanessafn býður upp á fjölbreitt úrval bóka og tímarita fyrir alla aldurshópa. Verið velkomin. Bókasafn Garðabæjar er í samstarfi við bókasöfnin í Hafnarfirði og Kópavogi. Hafi lánþegi gilt skírteini í […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Garðabæjar

  Allir velkomnir í Bókasafn Garðabæjar     Bókasafn Garðabæjar er  almenningsbókasafn sem er öllum opið. Bókasafnið heyrir undir  menningar- og safnanefnd Garðabæjar. Bókasafnið er á tveimur stöðum; aðalsafn á Garðatorgi 7 og útibúið Álftanessafn sem er rekið með skólasafni Álftanesskóla við Eyvindarstaðaveg. Bókasafnið er upplýsinga- og menningarmiðstöð sem veitir aðgang að fjölbreyttum bókakosti, gögnum og […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Flensborgarskólans

  Flensborgarskólinn var stofnaður árið 1882 til minningar um Böðvar Þórarinsson. Bókasafnið hóf upphaflega starfsemi sína einum áratug síðar eða veturinn 1893-1894. Það er því meira en einnar aldar gamalt. Nafn þess var þá Bókasafn Skinfaxa og umsjón þess var í höndum nemenda sem borguðu einnig til þess ákveðna fjárhæð árlega og einnig voru ýmsar skemmtanir […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Fjölbrautaskólans við Ármúla

   Hlutverk bókasafna í framhaldsskólum er að vera upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og kennara, sbr. 39. grein a í lögum um framhaldsskóla 2008, nr. 92 12. júní (Opnast í nýjum vafraglugga) . Allir nemendur eiga rétt á að njóta faglegrar bókasafns- og upplýsingaþjónustu á bókasafni skólans endurgjaldslaust og hafa jafnan aðgang að upplýsingum án tillits til félagslegrar […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Dagsbrúnar

  Bókasafn Dagsbrúnar er sérfræðisafn á sviði atvinnulífsrannsókna og verkalýðsmála, og handbókasafn fyrir ReykjavíkurAkademíuna.  Á safninu er góð vinnuaðstaða fyrir þá sem rannsaka þróun verkalýðshreyfingar, velferðarkerfis og íslensks atvinnulífs.  Bókasafn Dagsbrúnar er í eigu Eflingar – stéttarfélags, en hefur starfað í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar síðan 2003. Á safninu eru nú á níunda þúsund titlar skráðir í bókasafnskerfið Gegni (www.gegnir.is). […]

 • Mynd
  0

  Bókabíllinn Höfðingi

  Borgarbókasafnið rekur bókabílinn Höfðingja, sem hefur viðkomu víðs vegar um borgina. Aðsetur hans er við Kringlusafn. Hægt er að panta bókabílinn í heimsókn, til dæmis í leikskóla eða aðrar stofnanir. Bókabíllinn kemur einnig á hverfishátíðir og aðra viðburði í borginni. Bíllinn er myndskreyttur af Gunnari Karlssyni myndlistarmanni. Áætlun bókabílsins (bókabíllinn gengur ekki í júlí og […]