Suðurland

Þú ert hér: Heim  > Suðurland

Showing 13 from 13 Items
 • Mynd
  0

  Skólabókasafn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

  Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er elsti samfellt starfandi grunnskóli á Íslandi. Hann hefur starfað óslitið frá 25. október, árið 1852. Skólinn er með starfstöðvar í báðum þorpunum og er skólabókasafn rekið á báðum stöðum. Skólabókasafnið sem er staðsett á Eyrarbakka og þjónar nemendum frá 7. bekk og upp í 10. bekk. Skólabókasafnið sem er […]

 • Mynd
  0

  Rafbókasafnið

  Rafbókasafnið er að finna á vefslóðinni http://rafbokasafnid.is eða http://rafbókasafnið.is.

 • Mynd
  0

  Hornafjarðarsöfn/bókasafn

  Bókasafnið er til húsa í Nýheimum Hægt er að panta bækur símleiðis í síma 470-8050 eða í tölvupósti menningarmidstod@hornafjordur.is. Lesstofa bókasafnsins Lesstofan er opin á sama tíma og bókasafnið. Aðstaðan er opin þeim sem vilja njóta næðis við lestur og skriftir. Í lesstofunni gefst gestum safnsins tækifæri til að nota handbækur og annað efni sem […]

 • Mynd
  0

  Héraðsbókasafn Rangæinga

  Héraðsbókasafn Rangæinga er samsteypusafn almennings og skóla. Forstöðumaður er Elísa Elíasdóttir elisa@bokrang.is Skólabókavörður er Margrét Guðjónsdóttir margret@bokrang.is

 • Mynd
  0

  Bókasafnið í Hveragerði

  Bókasafnið í Hveragerði hefur það að leiðarljósi að veita góða þjónustu í vingjarnlegu umhverfi. Safnið er almenningsbókasafn og starfar samkvæmt lögum þar um. Það heyrir undir Menningar- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar. Kappkostað er að veita aðgang að fjölbreyttu safnefni til fróðleiks og afþreyingar fyrir íbúa og stofnanir Hveragerðisbæjar og aðra þá sem kjósa að nýta sér […]

 • Mynd
  0

  Bókasafn Vestmannaeyja

  Bókasafn Vestmannaeyja er til húsa í Safnahúsinu ásamt Sagnheimum – Byggðasafni, Ljósmyndasafni, Listasafni og Skjalasafni. Hluti safnkosts er einungis til nota á bókasafninu sjálfu. Upplýsingaþjónusta er veitt á afgreiðslutíma safnsins. Boðið er upp á á safnkynningar fyrir hópa. Bókasafnið er með aðgengi fyrir fatlaða.

 • Mynd
  0

  Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

  Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er einkum ætlað nemendum og starfsmönnum skólans en er jafnframt opið öðrum sem sérfræðisafn á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar. Safnið er á jarðhæð í Hamri við Stakkahlíð en einnig er safndeild við Íþróttafræðasetrið að Laugarvatni.

 • Mynd
  0

  Bókasafn Menntaskólans að Laugarvatni

  Hlutverk bókasafnsins er að þjóna nemendum, kennurum og starfsfólki Menntaskólans. Einnig er í gildi þjónustusamningur við sveitarfélagið Bláskógabyggð um þjónustu við grunnskóla- og leikskólanema sveitarinnar, sem og almenning.

 • Mynd
  0

  Bókasafn Hrunamanna

  Bókasafn Hrunamanna er til húsa á 2. hæð í Félagsheimili Hrunamanna. Gengið er inn að sunnanverðu (baka til). Safnið er bæði almennings- og skólabókasafn fyrir grunnskólann á Flúðum. Opnunartími fyrir grunnskólann er fyrri hluta dags en fyrir almenning seinni hluta dags. Haustið 2005 hófst vinna við að tengja safnkost Bókasafns Hrunamanna við Gegni. Gegnir er […]

 • Mynd
  0

  Bæjarbókasafn Ölfuss

  Bæjarbókasafn Ölfuss þjónustar allt Ölfusið. Þar eru allar nýjustu bækurnar, tímarit og dagblöð sem lánþegar geta fengið að láni og öllum er velkomið að lesa á safninu. Ennfremur er á safninu sérlega skemmtileg barnadeild, turn, púðar og nokkrar tölvur til afnota fyrir gesti. Í sýningarrými safnsins eru iðulega nýjar sýningar og er öllum velkomið að […]