Skrá safn

Bokasafn.is er ætlað að vera einfaldur upplýsingavefur um öll bókasöfn á Íslandi þar sem íslendingar geta sótt upplýsingar um bókasöfn svo sem staðsetningu, afgreiðslutíma, síma og netföng. Nú eru 71 bókasafn/útibú skráð á bokasafn.is. 

ATH: Vegna álags frá netárásum hefur tímabundið verið slökkt á virkni sem gerir hverjum sem er mögulegt að nýskrá notanda. Vinsamlegast sendið tölvupóst á vefstjóra ef útbúa þarf nýjan aðgang með því að smella á "Hjálparbeiðni" hér að neðan.

Hvert safn sér um að skrá sitt safn. Meðfylgjandi er tengill til þess að skrá sig inn sem notanda á vefnum. Skrá þarf inn nýtt notendanafn og netfang og smella á Register. Lykilorð er þá sent í tölvupósti. Eftir það er hæg að að skrá sig inn og setja inn upplýsingar um eitt eða fleiri söfn. Mörg söfn voru forskráð þegar vefurinn opnaði. Æskilegt er að hvert bókasafn búi til nýja skráningu fyrir sitt nafn sem starfsmenn geta viðhaldið sjálfir. Eldri skráning verður þá fjarlægð.

Nýskráning notenda        Innskráning notenda     Gleymt lykilorð    Hjálparbeiðni

Leiðbeiningar um skráningu notenda og nýrra safna/útibúa:

 • – Fyrst þarf að búa til skráningaraðgang að bokasafn.is. Það er gert hér: http://bokasafn.is/wp-login.php?action=register
 • – Velja þarf notendanafn viðkomandi safns/starfsmanns/safnahóps og skrá netfang. Mælt er með að stofna almennan aðgang sem starfsmenn geta samnýtt. Þegar smellt er á Register er sendur tölvupóstur á skráð netfang. Þar er smellt á að stofna aðgang og velja lykilorð.
 • – Bokasafn.is býður upp á forskráð lykilorð en auðvelt er að velja nýtt aðgangsorð. Lykilorðið þarf að vera að minnsta kosti 12 stafa langt og mælst er til að notast sé við stóra og litla stafi, tölur og tákn.    
 • – Þegar lykilorð hefur verið vistað er valið að skrá sig inn með nýja aðganginum (Log in) http://bokasafn.is/wp-login.php
 • – Smellt er á Add new item hnappinn til þess að skrá nýtt bókasafn

Skráningarupplýsingar safna:

 1. Titill safns:  Dæmi: Borgarbókasafn – Kringlusafn  / Bókasafn Seltjarnarness
 2. Upplýsingatexti um safn: Hér er settur almennur texti um safnið. Mælst er til að textinn gefi almenna hugmynd um safnið, safnkostinn og þjónustuna en sé ekki það ítarlegur að hann þarfnist reglulegs viðhalds og uppfærslu. Gott er að vísa á að frekari upplýsingar sé að finna á vef safnsins, ef svo er.)
 3. Tegund safns: Velja þarf hverskonar safn er um að ræða. Hægt er að velja fleiri en einn flokk ef það á við.
 4. Staðsetning safns: Velja þarf viðeigandi landshluta þar sem safnið/útibúið er staðsett
 5. Mynd: Hlaða þarf upp mynd af safninu sem birt er á vefnum. Mælt er með lóðréttri eða ferkantaðri mynd að lágmarki í stærðinni 800×800
 6. Staðsetning: Skrá þarf staðsetningu safns/útibús annaðhvort út frá heimilisfangi og/eða staðsetningu á korti. ATHUGIÐ að nauðsynlegt að að staðfesta að merki á korti sé á réttri staðsetningu. Hægt er að velja að sýna götumynd af Google Streetview í stað korts þegar notandi flettir safni upp.
 7. Grunnupplýsingar: Mælst er til að skrá inn símanúmer, netfang og vefsíðu safns. Ef hakað er í "Contact owner button" getur notandi sett inn fyrirspurn af bokasafn.is sem send er áfram á netfang safns.
 8. Opnunartími: Mælst er til að bókasöfn setji inn opnunartíma safns. ATHUGIÐ að sé það gert þarf að huga að því að uppfæra upplýsingar ef opnunartímar breytast eða ef um sumar/vetraropnun er að ræða. Sum söfn hafa skráð undir Upplýsingatexta (2) ólíka opnunartíma en sleppa þessum reitum í forminu. 
 9. Ítartexti: Alternative Content er texti sem birtist fyrir neðan skráningu safns og getur verið einhverskonar fyrirvari eða ítarupplýsingar. Í Excerpt er æskilegt að setja 1-2 setningar úr upplýsingatexta. Þessi texti getur birtist þegar söfn eru birt í leit, á samfélagsmiðlum og víðar.
 10. Innsending skráningar til yfirferðar: Þegar allar upplýsingar hafa verið skráðar er smellt á hnappinn "Submit for Review". Þá fær vefstjóri tilkynningu um nýja skráningu sem hann fer yfir og virkjar ef allt er í lagi.

Smelltu á myndirnar til þess að sjá þær í fullri stærð

  

Leiðbeiningar um viðhald skráninga safna: 

Sá notandi sem skráir inn safn getur hvenær sem er lagfært og breytt skráningu.  Innskráning notenda er hér: http://bokasafn.is/wp-login.php
– Á yfirlitssíðu er listi yfir þau söfn sem notandi hefur skráð. Til þess að uppfæra skráningu er einfaldlega smellt á titil safns.
– Lagfærðar eru þær upplýsingar sem á að breyta og smellt er á "Update" hnappinn. Þá uppfærast upplýsingar samstundis.

Gleymdur aðgangur/lykilorð:

Ef þú átt notanda að vefnum en hefur gleymt lykilorðinu eða notendanafninu er auðvelt að sækja nýjar upplýsingar hér: http://bokasafn.is/wp-login.php?action=lostpassword
Einnig er hægt að fá aðstoð með því að senda hjálparbeiðni á vefstjóra hér: http://bokasafn.is/contact-2/
 

Show Comments